Réttindi Intersex og trans fólks

Árið 2019 vann Íslands­deild Amnesty Internati­onal í samstarfi við Samtökin ’78, Intersex Ísland og Trans Ísland að herferð þar sem þrýst var á íslensk stjórn­völd að standa vörð um réttindi intersex og trans fólks. 

Þrír einstaklingar deila sinni reynslu í þremur myndböndum í tengslum við herferðina.


Kitty Anderson – réttindi intersex fólks

„Fyrir komandi kynslóðir þá myndi ég vilja sjá að allir hefðu val um hvað væri gert við líkamann á þeim. Ég myndi líka vilja sjá að skömmin og leyndin myndi hverfa.“

– Kitty

Mynd­bandið var unnið í samvinnu við Reyni Lyngdal og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Pegasus.

Alexander Björn Gunnarsson – réttindi trans fólks

„Fólki ætti að vera treyst fyrir því hvaða kyn stendur á skilríkjunum þeirra og hvaða nafn stendur þar.“

– Alex­ander

Mynd­bandið var unnið í samvinnu við Reyni Lyngdal og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Pegasus.

Vally – réttindi trans fólks

„Það að ég skuli skil­greina mig fyrir utan kynjatvíhyggjuna, það á ekki að skipta svona miklu máli.“

– Vally

Mynd­bandið var unnið í samvinnu við Reyni Lyngdal og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Pegasus.