Horfumst í augu
Horfumst í augu – áhrifaríkt myndband
Sálfræðingurinn Arthur Aron uppgötvaði að stöðugt augnsamband í fjórar mínútur færði fólk nær hvert öðru.
Íslandsdeild Amnesty International gerði myndband þar sem flóttafólk og Íslendingar komu saman, sátu andspænis hvort öðru og horfðust í augu í fjórar mínútur.
Áhrifin voru einkar jákvæð.
Horfumst í augu
Ástæður þess að fólk flýr heimaland sitt geta verið margvíslegar. Sumir flýja vegna hungurs, efnahagslegs ástands og vopnaðra átaka en aðrir sæta ofsóknum af hálfu yfirvalda eða annarra aðila.
Í myndbandinu kemur fram fólk sem kom til Íslands sem flóttafólk frá Afganistan, Íran, Pakistan, Sýrlandi og Sómalíu ásamt innfæddum Íslendingum. Einstaklingar úr hvorum hópi fyrir sig horfast í augu í fjórar mínútur.
Myndbandið var gert í tengslum við herferðina Velkomin og gefið út árið 2017.
Looking refugees in the eyes
Today, when the world appears rife with division and conflict, it is always worthwhile to look at everything from another person’s perspective.
Psychologist Arthur Aron discovered that four minutes of uninterrupted eye contact increases intimacy and brings people closer together. Amnesty International Iceland decided to carry out a simple project where refugees living in Iceland, from Afghanistan, Iran, Pakistan, Syria and Somalia sat opposite native Icelanders and looked into each other’s eyes for minutes.
The results were overwhelmingly positive as the video that Amnesty International Iceland produced to record these encounters clearly demonstrates.
