Þitt nafn bjargar lífi

Myndbönd – Þitt nafn bjargar lífi

Þitt nafn bjargar lífi er árleg og alþjóðleg herferð Amnesty International sem fer fram í lok hvers árs.

Hér má sjá þau myndbönd sem Íslandsdeildin hefur framleitt í tengslum við herferðina.


Hvernig virkar Þitt nafn bjargar lífi?

Thelma Marín Jóns­dóttir og Aldís Amah Hamilton kynna grunn- og framhaldsskólanemum landsins fyrir stærstu árlegu herferð­inni okkar, Þitt nafn bjargar lífi, og keppninni Mannréttindaskóli ársins.

Mynd­bandið var fram­leitt af auglýs­inga­stof­unni KIWI árið 2020.

Sagan hennar Nassimu

Nassima al-Sadah frá Sádi-Arabíu var hand­tekin fyrir frið­sam­lega mannréttindabar­áttu sína í júlí 2018. Hún sætti illri meðferð í varð­haldi og var sett í algjöra einangrun frá öðrum föngum frá febrúar 2019 til febrúar 2020.

Mál Nassimu var eitt af málunum í Þitt nafn bjargar lífi árið 2020.

Árið 2021 fékk Nassima al-Sadah frelsi sitt á ný.

Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2020.

Sagan hans Idris

Idris Khattak var á leið heim til sín í höfuð­borg­inni Islamabad í Pakistan þann 13. nóvember 2019 þegar bíla­leigu­bíll hans var stöðvaður. Ekkert hefur sést til hans síðan þá. Yfir­völd í Pakistan beita þving­uðum manns­hvörfum til að þagga niður í mannréttindafrömuðum eins og Idris og öðrum gagnrýnendum.

Mál Idris var eitt af málunum í Þitt nafn bjargar lífi árið 2020.

Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2020.

Sagan hans Magai

Magai Matiop Ngong var dæmdur til dauða aðeins 15 ára gamall.

Mál hans var eitt af málunum Þitt nafn bjargar lífi árið 2019.

Þökk sé mörg hundruð þúsund einstak­lingum um allan heim sem þrýstu á stjórn­völd í Suður-Súdan var dauða­dómurinn felldur úr gildi árið 2020 og árið 2022 fékk Magai loks frelsi á ný.

Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2019.

Þessi útgáfa er frá 2020 eftir að dauðadómurinn var felldur úr gildi.

Sagan hennar Yasaman

Yasaman Ayani storkaði lögum um höfuðslæðu í Íran með ögrandi gjörn­ingi. Yasaman og móðir hennar gengu hiklaust með hárið óhulið um lest­ar­vagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Þessi viðburður náðist á mynd­band og fór á flug á netinu í mars 2019. Yasaman var dæmd í 16 ára fang­elsi vegna þess eins að hún telur að konur eigi að hafa frelsi til að velja hverju þær klæðast.

Mál hennar var eitt af málunum í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2019.

Eftir þrýsting frá einstak­lingum um heim allan hefur dómur Yasaman verið styttur.

Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2019.

Sagan hans José Adrián

José Adrián var á heim­leið úr skól­anum þegar lögreglan réðst á hann og handtók. Hann var aðeins 14 ára gamall. Lögreglan lét José Adrián hanga í hand­járnum á lögreglu­stöð­inni og barði hann. Hann var aðeins leystur úr haldi eftir að foreldrar hans höfðu verið þving­aðir til að borga sekt. Krafist var réttlætis í máli hans en þá höfðu litlar framfarir orðið tæpum fjórum árum frá hand­töku hans.

Mál hans var eitt af málunum í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2019.

Í janúar 2021 urðu þau gleði­tíð­indi að José Adríán og fjöl­skylda fengu skaða­bætur frá yfir­völdum. Án þrýst­ings hefði þetta ekki gerst.

Mynd­bandið var unnið með leik­stjór­anum Reyni Lyngdal og auglýs­inga­stof­unni Kontor og hlaut Lúðurinn, íslensku auglýs­inga­verð­launin, árið 2019.

Sagan hans Moses

Moses Akatugba frá Nígeríu var aðeins 16 ára þegar hann var hand­tekinn fyrir stuld á farsímum. Hann var pyndaður til játn­ingar, sat í fangelsi án dóms og laga í átta ár og var síðan dæmdur til dauða.

Mál hans var eitt af málunum í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2014.

Árið 2015 var Moses loks náðaður eftir tíu ár í fangelsi, þökk sé þrýst­ingi frá yfir 800.000 einstaklingum um allan heim. Í nóvember árið 2016 heim­sótti Moses Íslands­deild Amnesty International og hitti íslensku aðgerða­sinn­ana sem börðust fyrir lausn hans.

Mynd­bandið var unnið í samvinnu við auglýsingastofuna KIWI.

Íslenskur texti.

Moses’ story

16-year-old Moses Akatugba was arrested by the Nigerian army and charged with stealing mobile phones. He was tort­ured and forced into signing two “confessions” – which formed the sole basis of his conviction. After 10 years in jail, and over 800,000 messages from acti­vists around the world, Moses’ life has been spared. Moses Akatugba visited Iceland in the end of November 2016 where he met the acti­vists that took action in his support.

This video was made in colla­boration with the digital advert­ising agency, KIWI.

English subtitles.