Tjáningarfrelsið

Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda og stórfyrirtækja.

Mótmæli eru þess megnug að leiða af sér stórkostlegar umbætur, skapa réttlátari og jafnari heim, eins og mannkynssagan sannar.

Heimur án mótmæla er heimur þar sem mannréttindum okkar er ógnað.


Án mótmæla verða engar breytingar

Það verður að standa vörð um rétt okkar til að mótmæla á tímum þegar stjórnvöld líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta af því þau vilja viðhalda óbreyttu ástandi og skapa sundrungu innan samfélaga.

Stöndum saman, stöndum vörð um réttinn til að mótmæla. Án mótmæla verða engar breytingar!

Vissir þú að mótmæli eru í raun friðsamasta og áhrifaríkasta leiðin til að ná fram samfélagsumbótum, sérstaklega fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins.

Myndband framleitt af auglýsingastofunni Kontor árið 2021 um verndun réttarins til að mótmæla í herferð um tjáningarfrelsið.