VERKEFNAKISTA
Fjölbreytt fræðsluefni og verkefni
Íslandsdeild Amnesty International býður upp á fjöbreytt fræðsluefni og verkefni fyrir kennslu og áhugasama einstaklinga.
Við bjóðum upp á ýmis verkefni sem skipt er upp eftir mismunandi aldurshópum.
Á meðal helstu málefna sem verkefnin ná yfir eru: Mannréttindi, réttindi flóttafólks, réttindi hinsegin fólks og réttindi barna.
Hér fyrir neðan er hægt að ná í öll fræðsluefni og verkefni ásamt fylgigögnum.
Kennslu- og fræðsluefni
16 ára og eldri
Stattu upp ef…
Í verkefninu skoða nemendur mismunun og óréttlæti þegar kemur að ólíkum aðstæðum og tækifærum einstaklinga.
Lengd: 40-60 mínútur.
Mannréttindi í nærsamfélaginu
Í verkefninu er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skoðuð og mat lagt á hversu virk réttindin eru í raun í nærsamfélagi nemenda.
Lengd: 60-90 mínútur.
Réttindi og virðing
Kennsluhefti sem fjallar um undirstöðuatriði réttinda flóttafólks og farandfólks. Skiptist í 5 kafla og hver kafli með æfingar í lokin.
13 ára og eldri
Má bjóða þér mannréttindi
Í verkefninu kynna þátttakendur sér Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, greina mannréttindabrot í fimm raunverulegum sögum þolenda og velta fyrir sér sínu hlutverki sem þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi.
Réttindi útskýrð: Mannréttindi og vopnuð átök
Réttindi útskýrð eru tvö fræðsluhefti sem fjalla um mannréttindi og vopnuð átök.
Í fyrra heftinu, Réttindi útskýrð: Jafnvel í stríði gilda reglur, eru alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög kynnt og farið yfir grundvallaratriði þeirra, meðal annars hvað telst brot á slíkum lögum og nauðsyn þess að virða og vernda mannréttindi í vopnuðum átökum.
Seinna heftið, Réttindi útskýrð: Stigvaxandi átök í Ísrael og á Gaza, byggir að miklu leyti á fyrra heftinu en kafar dýpra í átökin sem eiga sér stað í Ísrael og á Gaza. Veitt er yfirsýn yfir skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, farið yfir lagalega ábyrgð aðila í átökunum og lögð áhersla á skyldur þeirra hvað viðkemur vernd borgara, háttsemi í átökum og veitingu mannúðaraðstoðar.
Fjölbreytileikinn er fallegur
Í verkefninu kynna nemendur sér mannréttindi trans og intersex fólks.
Lengd: 90-120 mínútur.
Mannréttindi heima og að heiman
Í verkefninu eru mannréttindabrot tengd við greinar Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.
Lengd: 60-90 mínútur.
Mannréttindakrossgáta
Krossgáta með hugtökum tengdum mannréttindum.
Hvers þarfnast barn
Í verkefninu eru þarfir barna greind og tengd við mannréttindi.
60-90 mínútur.
Fólk á flótta
Í verkefninu er markmiðið að setja sig í spor fólks á flótta og velta fyrir sér muninum á nauðsynjum og munaði.
Lengd: 40-60 mínútur.
Sótt um vernd í ókunnugu landi
Í verkefninu er markmiðið að sækja um vernd í ókunnugu landi og setja sig þannig í spor flóttafólks.
Í fréttum er þetta helst
Í verkefninu eru fréttamiðlar skoðaðir til að efla vitund um mannréttindi.
Lengd: 30-90 mínútur.
7 ára og eldri
Rétt handan við hornið
Í verkefninu er skoðað hvernig mannréttindi birtast í daglegu lífi út frá samnefndri mynd/veggspjaldi. Kennurum býðst að fá útprentað veggspjald í stærð A1 sér að kostnaðarlausu fyrir verkefnið.
Lengd: 60 mínútur.
Allir eiga rétt á…
Í verkefninu er farið yfir hvað það þýðir að hafa réttindi og merkingu hugtaksins. Hentar fyrir 7-12 ára.
Lengd: 60-80 mínútur.
Litum fyrir mannréttindi
Litabók með lærdómi. Æfingar fylgja með út frá lesefni.
Sögustund
Í verkefninu deila nemendur sögum af því þegar þeir stóðu með sjálfum sér. Þessar sögur eru síðan settar í samhengi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hentar fyrir 10 ára og eldri.
Lengd: 60-90 mínútur.
Sprelllifandi mannréttindi
Í verkefninu er blásið lífi í greinar Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna á skapandi hátt. Hentar fyrir 10 ára og eldri.
Tímalengd breytileg.
Nýja plánetan okkar
Í verkefninu er saminn mannréttindasáttmáli sem er síðan borinn saman við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hentar fyrir 10 ára og eldri.
Lengd: 40-60 mínútur.
Gerandi, þolandi, áhorfandi, verjandi
Í verkefninu er markmiðið að setja sig inn í mismunandi hlutverk og deila reynslu sinni af mannréttindabrotum.
Lengd: 30 mínútur.
Réttindi í daglegu lífi
Í verkefninu eru réttindi greind og tengd við daglegt líf.
Lengd: 30 mínútur.
4-7 ára
Að hugsa sér / Imagine
Í verkefninu nota nemendur bókina Imagine – Að hugsa sér til að fjalla um frið, gæsku, styrjaldir, og þjáningu. Bókin fjallar líka um samkennd og von og mikilvægi þess að finna hjá sér hugrekki til að gera heiminn betri. Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar spurningar fyrir umræður og einföld verkefni tengd bókinni og hins vegar föndurverkefni þar sem nemendur útbúa skrautborða með skilaboðum um frið.
Litabókin, Litum fyrir mannréttindi og myndasagan, Má bjóða þér mannréttindi? eru fræðsluefni gefin út af Íslandsdeild Amnesty International og bókin. Hægt er að kaupa prentuð eintök í vefverslun okkar. Þar fæst einnig bókin Imagine – Að hugsa sér.
Einnig bendum við á fræðslumyndböndin okkar. Þar má meðal annars finna myndbönd sem tengjast fræðsluefninu, Má bjóða þér mannréttindi?
