Frakkland: Leyfið friðsamleg mótmæli

Síðan árið 2018 hafa milljónir manna mótmælt á götum Frakklands. Fólk hefur mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar sem er sögð ýta undir félagslegan og hagfræðilegan ójöfnuð, aðgerðaleysi stjórnvalda við loftslagsbreytingum og umbótum á eftirlaunakerfinu. Stjórnvöld hafa brugðist við með valdi gegn mótmælendum.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Þátttaka í mótmælum í Frakklandi í dag felur í sér mikla hættu á að slasast alvarlega af völdum gúmmíkúla eða notkun annarra vopna sem lögregla notast við. Þúsundir friðsamra mótmælenda hafa verið sektaðir, handteknir og sóttir til saka. Þetta eru brot á mannréttindum þeirra.

Undanfarin ár hafa mótmæli verið bönnuð og þeir sem gagnrýna stjórnvöld ofsóttir. Almennir borgarar í Frakklandi eru því farnir að óttast lögreglu og taka síður þátt í mótmælum.

Þátttaka í mótmælum hefur verið hluti af menningu Frakka í margar aldir. Macron, Frakklandsforseti, einsetti sér að vernda fundarfrelsi árið 2017, hinsvegar hafa þessi réttindi aldrei fyrr verið í eins mikilli hættu og nú.

SMS-félagar krefjast þess að frönsk stjórnvöld verndi funda- og tjáningarfrelsið.

Lestu nánar um stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi hér