Framhaldsskólanemar í Verzló og á Húsavík báru sigur úr býtum í Bréfamaraþoninu

Árlega heldur Íslandsdeild Amnesty International
Bréfamaraþon þar sem samtökin hvetja einstaklinga til að taka höndum saman og
styðja við bakið á þolendum mannréttindabrota með pennann að vopni. Fyrir rúmu
ári setti Íslandsdeildin á laggirnar vefsíðuna „Bréf til bjargar lífi“ þar sem einstaklingar og menntastofnanir
voru hvattar til að leggja hönd á plóg. Sem fyrr efndi Íslandsdeild Amnesty
International einnig til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um mestan
fjölda undirskrifta á Bréfamaraþoni samtakanna. 

Árlega heldur
Íslandsdeild Amnesty International Bréfamaraþon þar sem samtökin hvetja
einstaklinga til að taka höndum saman og styðja við bakið á þolendum
mannréttindabrota með pennann að vopni. Fyrir rúmu ári setti Íslandsdeildin á
laggirnar vefsíðuna „Bréf til bjargar
lífi“ þar sem einstaklingar og menntastofnanir voru hvattar til að leggja
hönd á plóg. Sem fyrr efndi Íslandsdeild Amnesty International einnig til
samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um mestan fjölda undirskrifta á
Bréfamaraþoni samtakanna. Í þeirri keppni var keppt í tveimur flokkum, annars
vegar í söfnun flestra undirskrifta og hins vegar flestra undirskrifta miðað
við nemendafjölda. Nemendur úr 36 framhaldsskólum svöruðu kallinu og söfnuðu 23.026
undirskriftum með ákalli um úrbætur í þeim ellefu málum sem samtökin tóku
upp að þessu sinni. Aldrei hafa fleiri framhaldsskólar tekið þátt.Nemendur
við Verzlunarskóla Íslands söfnuðu
flestum undirskriftum í keppninni en þeir söfnuðu samtals 6.250 undirskriftum. Framhaldsskólinn
á Húsavík náði besta árangri miðað við nemendafjölda og söfnuðust 636 undirskriftir sem gera 6,84
undirskriftir á hvern nemenda.Við hátíðlega
athöfn sem fram fór í Verzlunarskólanum afhenti Magnús Guðmundsson
aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International skólanum viðurkenningu og
gjöf frá deildinni. Þar var afhentur farandbikar sem Steingrímur Eyfjörð
myndlistarmaður hannaði en gripurinn hefur lengi prýtt verðlaunaskáp Verzlunarskóla
Íslands því skólinn er núna að vinna keppnina í þriðja sinn á fjórum árum. Nemendur
Verzlunarskólans höfðu það að orði að bikarinn væri kominn aftur heim en Kvennaskólinn
í Reykjavík vann keppnina í fyrra. Guðrún Gígja Sigurðardóttir og Adda
Smáradóttir stýrðu aðgerðum innan skólans og náðu þær frábærum árangri því
skólinn þrefaldaði fjölda undirskrifta frá því árið áður.  Þá tóku nemendur
Framhaldsskólans á Húsavík við viðurkenningu fyrir árangur sinn núna í upphafi
árs en skólinn vann þennan flokk keppninnar annað árið í röð. Þar fóru þau: Margrét
Nína Sigurjónsdóttir, Iðunn Bjarnadóttir, Birta Guðlaug Sigmarsdóttir, Særún
Nanna Brynjarsdóttir og Huginn Ágústsson fyrir nemendahópnum. Þessir öflugu
mannréttindasinnar drifu samnemendur sína áfram og lögðust allir á eitt að bæta
met skólans frá því í fyrra. Það tókst og Húsvíkingar eiga mikið hrós skilið. Rétt
á hæla skólans var Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu en skólanum hefði
dugað að fá undirskriftir frá einungis fjórum íbúum Hornafjarðar í viðbót til
að vinna keppnina. Það er því ljóst að landsbyggðin átti sterka erindreka í ár.Nemendur í
framhaldsskólum og félagsmiðstöðvum landsins skrifuðu tæplega helming allra
þeirra bréfa sem send voru frá Íslandi til stuðnings þolendum
mannréttindabrota. Ungt fólk á Íslandi er augljóslega með sterkt
mannréttindahjarta.