Umræðan um loftslagsmálin hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Rödd Amnesty International hefur verið æ háværari í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þar sem afleiðingar þessara breytinga hafa bein áhrif á mannréttindi fólks um allan heim.
Íslandsdeildin tekur það alvarlega að gera starfsemina eins umhverfisvæna og hægt er og er það þess vegna sem fréttabréf deildarinnar er nú í fyrsta skipti aðeins gefið út á rafrænu formi en ekki prentað út og sent í pósti til félaga eins og áður. Við vonum að félagar taki þessum breytingum fagnandi.
