Dómsúrskurður um að sleppa konu úr haldi sem fangelsuð var eftir fósturmissi er framfaraskref fyrir mannréttindi í Argentínu

Dómsúrskurður um að sleppa úr
haldi konu sem dæmd var í átta ára fangelsi eftir að hafa misst fóstur í
Argentínu er framfaraskref fyrir mannréttindi í landinu, að sögn Amnesty
International.

Dómsúrskurður um að sleppa úr
haldi konu sem dæmd var í átta ára fangelsi eftir að hafa misst fóstur í
Argentínu er framfaraskref fyrir mannréttindi í landinu, að sögn Amnesty
International. Þann 17. júní sl. úrskurðaði
hæstiréttur Tucumán, fylki í norðanverðri Argentínu, að ekki hafi verið nægar
ástæður til að halda hinni 27 ára Belén í varðhaldi fyrir réttarhöld.
Hæstirétturinn í Tucumán á enn eftir að kveða upp lokaúrskurð varðandi þann
átta ára dóm sem Belén hlaut á neðri stigum dómsins.„Fréttirnar af lausn Belén eru
ákaflega jákvæðar og tímabærar. Nú þurfum við að sjá sakirnar gegn henni
felldar niður. Belén hefði aldrei átt að hafa verið færð á bak við lás og slá, fósturmissir
er ekki glæpur,“ segir Mariela Belski, framkvæmdastjóri Amnesty International í
Argentínu.Þann 26. júlí, lagði Amnesty
International fram meira en 120.000 þúsund áskoranir (þar á meðal 1.225 frá
Íslandi) sem söfnuðust víða um heim til yfirvalda á staðnum sem voru hvött til
að tryggja tafarlausa lausn Belén. BakgrunnurÍ mars árið 2014 leitaði Belén á sjúkrahús vegna mikilla kviðverkja. Á sjúkrahúsinu
tilkynnti læknir henni að hún væri gengin 22 vikur og væri að missa fóstur.
Belén sagði að hún vissi ekki að hún væri ólétt. Henni var haldið á
sjúkrahúsinu til að hljóta læknismeðferð. Starfsfólk
sjúkrahússins fann síðar fóstur inni á baðherbergi fullyrti að það Belén ætti
það án nokkurra sannana eða DNA prófana sem sýndu fram á að fóstrið væri
hennar. Hjúkrunarfræðingur kom með
fóstrið í kassa til Belén og hélt því fram að það væri „sonur hennar“ og jós
yfir hana svívirðingum segir Belén. Starfsfólkið
tilkynnti Belén til lögreglunnar og hélt því fram að hún hafi komið
fósturlátinu sjálf af stað. Einstaklingur sem framkvæmir
fóstureyðingu á allt að fjögurra ára fangelsisdóm yfir höfði sér í Argentínu. Lögin
leyfa fóstureyðingu aðeins þegar líf eða heilsa móður er í hættu eða þegar
þungun er afleiðing nauðgunar. Fósturmissir eða aðrir fylgikvillar óléttu eru
ekki refsiverðir. Þegar Belén vaknaði eftir aðgerð í rúmi sínu var hún umkringd
lögreglumönnum og látin gangast undir ágenga skoðun á kynfærum sínum.Starfsmenn sjúkrahússins sönnuðu
aldrei tengsl Belén við fóstrið og brutu einnig trúnaði sem hún átti að njóta
sem sjúklingur. Belén var ákærð fyrir að koma af stað fósturláti en saksóknari
í málinu breytti henni í ákæru um mannsdráp að yfirlögðu ráði á nánum
fjölskyldumeðlim sem getur leitt til 25 ára fangelsisdóms. Belén hefur verið í varðhaldi í
meira en tvö ár á meðan hún beið eftir réttarhaldi og síðar ógildingu dómsins.