Þann 9. ágúst næstkomandi munu Verndarvættirnir, hópur á vegum Amnesty International og Samtakanna 78, sem vinnur að mannréttindum samkynhneigðra,tvíkynhneigðra og transgender-fólks (STT), standa fyrir viðburði á Gay Pride eins og í fyrra.
Þann 9. ágúst næstkomandi munu Verndarvættirnir, hópur á vegum Amnesty International og Samtakanna 78, sem vinnur að mannréttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-fólks (STT), standa fyrir viðburði á Gay Pride eins og í fyrra. Í ár beinist athyglin að baráttu samtakanna Mozaika í Lettlandi en samtökin hafa barist fyrir að halda Gay Pride göngu þar í landi og mætt miklu andstreymi. Gangan hefur verið bönnuð af yfirvöldum, stjórnmálamenn hafa látið niðrandi ummæli falla um samkynhneigða og öfgahópar hafa ráðist á gönguna. Í ár var gengið í lokuðum garði til að hægt væri að vernda gönguna gegn mótmælendum.
Okkur þætt afar vænt um, ef þið sæjuð ykkur fært að mæta um hádegisbil þann 9.ágúst á Verkstæðinu, Lindargötu 48 og aðstoða okkur við að dreifa aðgerðarbeiðnum í göngunni.
Vinsamlega látið vita á netfangið bb@amnesty.is, eða í síma 511 7907 ef þið getið komið.
Með vinsemd,
Bryndís Bjarnadóttir
Herferðastjóri
