Þann 13. október fengu 23 spítalar fyrirskipanir um brottflutninga frá ísraelska hernum. Síðan þá hefur ísraelski herinn ítrekað hringt í spítalana og þrýst á starfsfólk að hlýða. Spítalarnir veita lífsnauðsynlega meðferð fyrir meira en 2000 sjúklinga og eru eini griðastaður tugþúsunda fjölskyldna á flótta.
Ómögulegt er að framfylgja þessum fyrirskipunum nú þegar mannúðarkrísa á sér stað í Gaza. Það er því óraunhæft er að flytja sjúklinga milli svæða sem eru í rústum og það án eldsneytis.
Heilbrigðisþjónusta í Gaza muni alfarið hrynja verði fyrirskipun um brottflutninga framfylgt. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) eru brottflutningarnir í reynd „dauðarefsing“ fyrir þá einstaklinga sem eru alvarlega særðir eða með alvarlega sjúkdóma.
SMS-félagar krefjast þess að ísraelsk stjórnvöld felli úr gildi fyrirskipun um brottflutninga og tryggi vernd fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í samræmi við alþjóðaleg mannúðarlög.

