Góð frétt: Beatriz frá El Salvador ekki lengur í lífshættu!

Yfirvöld í El Salvador tóku nýverið ákvörðun um að veita Beatriz leyfi fyrir snemmbúnum keisaraskurði og bjarga þar með lífi hennar. Líkt og læknar höfðu spáð fyrir um lifði barnið aðeins í nokkrar klukkustundir eftir fæðinguna, enda vantaði í það stóran hluta heilans og höfuðkúpunnar.

Beatriz hafði verið meinað um löglega fóstureyðingu sökum fortakslauss fóstureyðingabanns í El Salvador. Hún þjáðist af lífshættulegum vandamálum tengdum meðgöngunni.

SMS-félagar og félagar í netákallinu gripu til aðgerða og þrýstu á stjórnvöld í El Salvador um að veita Beatriz lífsnauðsynlega læknisaðstoð í samræmi við óskir hennar og tilmæli heilbrigðisstarfsfólks.

Amnesty International þakkar öllum þeim sem tóku þátt í aðgerðinni kærlega fyrir þátttökuna.
UNDIRSKRIFT YKKAR SKIPTIR MÁLI!