Andrés Carrión Álvarez var leystur úr fangelsi þann 13. apríl, en bíður enn réttarhalda vegna „óspekta á almannafæri“.
Andrés Carrión Álvarez var leystur úr fangelsi þann 13. apríl, en bíður enn réttarhalda vegna „óspekta á almannafæri“. Hann var handtekinn eftir að hann hrópaði „frelsi“ og „niður með kommúnismann“ við útimessu þann 26. mars síðastliðinn, þar sem Benedikt páfi XVI messaði.
Andrés Carrión Álvarez þarf að gefa sig fram vikulega á lögreglustöð, má ekki yfirgefa heimabyggð sína, Santiago de Cuba, án leyfis og má ekki umgangast neina þá, sem stjórnvöld telja andófsmenn.
Félagar í sms-aðgerðaneti okkar tóku upp mál hans í apríl. Bestu þakkir til allra sem tóku þátt!
Sjá: http://www.amnesty.is/taktu-thatt/sms-adgerdarnetid/sms—mal/nr/2237
