Ayat al-Qarmezi, sem er bareinskt ljóðskáld og háskólanemi í Kennaraháskóla Bareins, var dæmd í eins árs fangelsi fyrir að lesa ljóð.
Ayat al-Qarmezi, sem er bareinskt ljóðskáld og háskólanemi í Kennaraháskóla Bareins, var dæmd í eins árs fangelsi fyrir að lesa ljóð. Hún var leyst úr haldi þann 13. júlí. Amnesty-félagar skrifuðu fjölmörg bréf og sendu undirskriftir þar sem þess var krafist að henni væri sleppt úr haldi. Þar af sendu íslenskir sms-félagar hundruð undirskrifta henni til stuðnings. Ayat fullyrðir að hún hafi verið barin og pynduð með raflosti meðan hún var í haldi og haldið í einangrun fyrstu 15 daga varðhaldsvistarinnar. Þó að henni hafi nú verið sleppt var henni sleppt með skilyrðum og Amnesty International hvetur yfirvöld til að fella þau skilyrði úr gildi, ógilda dóminn yfir henni og skýra lagalega stöðu hennar.
Amnesty International taldi Ayat vera samviskufanga og hvatti til þess að henni yrði tafarlaust og án skilyrða sleppt úr haldi og ákærur gegn henni látnar falla niður.
Upphaflega sms-aðgerðin
