Góðar fréttir:  Einum þremenningana frá Bolotnaya-torgi sleppt úr fangelsi

Í desember árið 2013 bárust Amnesty International bárust þær stórkostlegu fregnir að Vladimir Akimenkovvar sleppt úr fangelsi. 

Í desember árið 2013 bárust Amnesty International bárust þær stórkostlegu fregnir að Vladimir Akimenkov var sleppt úr fangelsi. Hann er einn rússnesku þremenninganna sem voru handteknir á mótmælum á Bolotnaya-torgi í Moskvu og hafa setið í varðhaldi frá júní 2012. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir að taka þátt í „fjöldaóeirðum“. Varðhaldsvistin hefur haft slæm áhrif á heilsu þeirra og var Vladimir Akimenkov við það að missa sjón þegar honum var sleppt úr haldi.

Þann 31. desember árið 2014 var annar þremenninganna, Artiom Saviolov einnig leystur úr haldi en hann sat í fangelsi í Ryazan-héraði nálægt Moskvu. Maria Sereda, fyrrum herferðafulltrúi á Moskvuskrifstofu Amnesty International var viðstödd, ásamt föður hans, Viktor Ivanovich og nokkrum nánum vinum, þegar Artiom var leystur úr haldi. Við þetta tækifæri lét Artiom eftirfarandi orð falla: „Ég er af öllu hjarta þakklátur öllum þeim sem studdu mig. Þetta er það fyrsta sem ég vil segja. Það var mjög mikilvægt að vita að fólk beið mín fyrir veggja fangelsisins. Þetta hefði verið mun erfiðara ef ykkar stuðnings hefði ekki notið við“. Enda þótt Artiom hafi virst við góða heilsu og hamingjusamur við þetta tækifæri lýsti hann aðstæðum í fangelsinu á eftirfarandi hátt: „Kuldi, hungur og ómannleg meðferð – þannig er hægt að lýsa aðstæðunum í örfáum orðum“.