Þann 4. desember síðastliðinn beindist rannsókn lögreglu í Króatíu að manni sem grunaður er um að hafa sent morðhótanir til króatíska blaðamannsins Drago Hedl. Málið er til frekari rannsóknar hjá saksóknara í Osijek.
Þann 4. desember síðastliðinn beindist rannsókn lögreglu í Króatíu að manni sem grunaður er um að hafa sent morðhótanir til króatíska blaðamannsins Drago Hedl. Málið er til frekari rannsóknar hjá saksóknara í Osijek.
Drago Hedl nýtur ekki lengur lögregluverndar þar sem hann er ekki lengur talinn vera í bráðri hættu.
Forsaga
Blaðamanninum Drago Hedl hafa borist margvíslegar líflátshótanir, síðast þann 27. nóvember 2008. Talið er að hótanirnar tengist rannsókn hans á tengslum háttsettra króatískra stjórnmálamanna við morð á króatískum Serbum í bænum Osijek í stríðinu 1991-1995.
Þann 27. nóvember fékk Drago Hedl sms-skeyti í farsímann, þar sem stóð meðal annars: „Aftur þú og greinar þínar. Þér og þessum Fehir [nafn á einum heimildarmanna Hedl] er hollast að gæta ykkar. Þetta mun ekki enda sisona. Við munum slátra ykkur. Þið verðið báðir sprengdir í loft upp“.
Enn hefur enginn mátt sæta ábyrgð vegna nýlegra árása á blaðamenn í Krótaíu.
Í október 2008 var Ivo Pukani, eigandi króatíska vikuritsins Nacional drepinn með bílsprengju í höfuðborginni, Sagreb. Talið er að morðið tengist rannsókn vikuritsins á skipulagðri glæpastarfsemi í fyrrum Júgóslavíu.
Í júní var blaðamaðurinn Dušan Miljuš, sem vinnur fyrir Jutarnji List, barinn fyrir utan hús sitt í Sagreb eftir að hann birti greinar um tengsl stjórnmálamanna við ólöglega viðskiptahætti.
Í nóvember var gervisprengju komið fyrir undir bifreið blaðamannsins Hrvoje Appelt. Talið er að þær hótanir tengist rannsókn hans á olíusmygli sem að sögn er að undirlagi skipulagðra glæpasamtaka í öðrum ríkjum í Suðaustur-Evrópu.
Sjá umfjöllun The International Center for Journalists um Drago Hedl:
