Baráttukonan Mao Hengfeng var síðast dæmd í „endurmenntun gegnum vinnu“ þann 30. október 2012. Hún hefur nokkrum sinnum áður sætt varðhaldi og fangelsun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.
Baráttukonan Mao Hengfeng var síðast dæmd í „endurmenntun gegnum vinnu“ þann 30. október 2012. Hún hefur nokkrum sinnum áður sætt varðhaldi og fangelsun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.
Félagar í sms-aðgerðanetinu og skyndiaðgerðaneti okkar hafa þrýst á stjórnvöld í Kína vegna mannréttindabrota gegn Mao Hengfeng.
Hún var leyst úr haldi þann 8. febrúar 2013 og leyft að afplána refsinguna heima hjá sér. Hún þakkar öllum þeim sem hafa barist fyrir hennar hönd. Eiginmaður hennar, Wu Xuewei, telur að henni hafi verið sleppt vegna alþjóðlegs og innlends þrýstings.
Mao Hengfeng er heilsuveil. Hún hvílist nú heima við með fjölskyldu sinni. Hún lýsti því hvernig hún hafi verið í Beijing þann 30. september 2012 að fagna hausthátíð. Þar veittu 20 menn í borgaralegum klæðum henni eftirför. Hún reyndi að fela sig en þeir fundu hana og börðu. Hún var neydd inn í sendibíl og færð á Yangpu-lögreglustöðina í Sjanghæ þar sem hún var yfirheyrð. Hún var dæmd mánuði síðar.
Í varðhaldinu var henni haldið í einangrun í dimmum klefa án glugga og fékk ekki aðgang að hreinu heitu vatni fyrr en heilsa hennar versnaði.
Bestu þakkir til allra sem taka þátt í aðgerðastarfi okkar!!
