Góðar fréttir: Perú nemur úr gildi lög er veita friðhelgi þeim sem frömdu mannréttindabrot

Amnesty International fagnar ákvörðun forseta Perú að nema úr gildi lög sem veita hermönnum friðhelgi, sem brutu mannréttindi í vopnuðum átökum í landinu á árunum 1980-2000.

Amnesty International fagnar ákvörðun forseta Perú að nema úr gildi lög er veita hermönnum friðhelgi, sem brutu mannréttindi í vopnuðum átökum í landinu á árunum 1980-2000.

Alan García forseti bað þing landsins um að hafna forsetatilskipun sem hefði þýtt að þeir sem ábyrgir eru fyrir mannréttindabrotum sem framin voru fyrir árið 2003 hefðu ekki þurft að sæta refsingu.

Amnesty International hafði varað við því að forsetatilskipunin hefði getað þýtt að ekki yrði unnt að rétta yfir þeim sem báru ábyrgð á mannréttindabrotum í átökunum á sínum tíma, en hundruð mála frá þeim tíma bíða enn úrlausnar dómstóla.

Þúsundir voru drepnar, pyndaðar, hurfu eða sættu nauðgun af hálfu Perúhers í vopnuðum átökum í landinu.

Hundruð meðlima vopnaða uppreisnarhópsins Sendero Luminoso (Skínandi stígur) eru nú í fangelsi vegna grimmdarverka. En margir þeirra sem frömdu grimmdarverk í nafni ríkisvaldsins á árunum 1980-2000 ganga enn lausir.

Tími er kominn til að öll fórnarlömb og fjölskyldur þeirra njóti réttlætis og fái skaðabætur fyrir það ofbeldi sem þau sættu.