Góðar fréttir: Reza Alinejad sleppur við dauðarefsingu

Reza Alinejad var leystur úr haldi þann 3. desember síðastliðinn. Hann sat í Adelabad fangelsinu í Shiraz, í suðvesturhluta Íran. Reza Alinejad var ákærður fyrir morðið á Esmail Daroudi í desember árið 2002, en Alinejad var 17 ára gamall þegar Esmail Daroudi lést.

Reza Alinejad var leystur úr haldi þann 3. desember síðastliðinn. Hann sat í Adelabad fangelsinu í Shiraz, í suðvesturhluta Íran. Reza Alinejad var ákærður fyrir morðið á Esmail Daroudi í desember árið 2002, en Alinejad var 17 ára gamall þegar Esmail Daroudi lést. Alinejad hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi ekki myrt Daroudi af ásettu ráði.

Forsaga

Reza Alinejad var ákærður og sakfelldur í héraðsdómi fyrir morðið á Esmail Daroudi. Daroudi lést þann 26. desember 2002, en þá var Reza Alinejad 17 ára gamall. Dómur yfir honum var kveðinn upp þann 4. október 2003. Hann var dæmdur til qesas (endurgjalds).

Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að Reza Alinejad hefði drepið Esmail Daroudi í sjálfsvörn og sendi mál hans aftur í héraðsdóm.

Þann 15. júní 2005 komst héraðsdómur aftur að þeirri niðurstöðu að Alinejad skyldi líflátinn, en í niðurstöðu dómsins sagði að hann hefði getað flúið af vettvangi og því getað komið í veg fyrir slagsmálin sem leiddu til þess að Esmail Daroudi lést.

Hæstiréttur staðfesti dauðadóminn þann 9. maí 2006 og Reza Alinejad fékk mánuð til að afla nauðsynlegs fjármagns, svokallaðs diyeh, til að borga fjölskyldu fórnarlambsins. Þeim tókst að afla fjárins og fjölskylda fórnarlambsins ákvað í kjölfarið að afsala sér rétti sínum til að krefjast dauða Reza Alinejad og hefur hann nú verið leystur úr haldi.