Andófskonunni Alawiya Osman Ismail Kibaida var sleppt 28. júlí eftir að hafa verið í haldi í rúmlega 3 mánuði án ákæru og við bágar aðstæður.
Andófskonunni Alawiya Osman Ismail Kibaida var sleppt 28. júlí eftir að hafa verið í haldi í rúmlega 3 mánuði án ákæru og við bágar aðstæður.
Þann 21. apríl 2012 var Alawiya Osman Ismail Kibaida, 58 ára baráttukona og meðlimur í stjórnarandstöðuflokknum Frelsishreyfing súdanska fólksins, handtekin á heimili sínu. Þeir, sem handtóku hana, voru óeinkennisklæddir, en eru taldir hafa tengst leyniþjónustu Súdan. Ekki var vitað hvar henni var haldið og fjölskylda hennar var ekki upplýst um ástæður handtökunnar. Þann 24. apríl fór eiginmaður hennar á skrifstofur leyniþjónustunnar þar sem hann fékk staðfestingu á því að hún væri í varðhaldi. Yfirvöld neituðu hins vegar að gefa upp hvar hún væri í haldi. Hún fékk ekki að hitta lögfræðing sinn eða fjölskyldu meðan á leynilegu varðhaldsvistinni stóð. Síðar var hún flutt í fangelsi í Omdurman þar til henni var sleppt án ákæru 28. júlí. Amnesty International telur að heilsu hennar hafi hrakað vegna lélegra aðstæðna í varðhaldsvistinni.
Alawiya Osman Ismail Kibaida er velþekkt andófskona og félagi í Frelsishreyfingu súdanska fólksins. Hún er upprunalega frá Omdurman og gerðist félagi í flokknum árið 2002. Hún var handtekin sama dag og margir aðrir félagar í Frelsishreyfingunni.
Skyndiaðgerðafélagar Amnesty International á Íslandi og víða um heim tóku upp mál Alawiya Osman Ismail Kibaida og þrýstu á súdönsk stjórnvöld.
Bestu þakkir til allra sem tóku þátt!
