Amnesty International fagnar því að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafi leyst úr haldi mann, sem dæmdur var í eins árs fangelsi fyrir að „koma sér undan herþjónustu“.
Jevgení Jakóvenko
Amnesty International fagnar því að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafi leyst úr haldi mann, sem dæmdur var í eins árs fangelsi fyrir að „koma sér undan herþjónustu“.
Jevgení Jakóvenko er friðarsinni og neitar að bera vopn. Dómarar í borginni Gomel í suðaustanverðu landinu veitti honum sakaruppgjöf þann 23. júlí.
Honum var veitt sakaruppgjöf í tilefni þess að 65 ár eru liðin síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk.
Hann fór ítrekað fram á að fá að gegna herþjónustu með öðrum hætti en að bera vopn.
Sakaruppgjöfin er jákvætt skref en enn geta þeir sem neita að gegna herþjónustu ekki sótt um aðra samfélagsþjónustu, sem þýðir að stjórnvöld geta aftur kvatt hann til herþjónustu.
Stjórnvöld verða að virða rétt hans til að neita að gegna herþjónustu af samviskuástæðum og tryggja að hann verði ekki sóttur á ný til saka fyrir skoðanir sínar.
Stjórnarskrá Hvíta-Rússlands gerir ráð fyrir möguleikanum á að sleppa við herþjónustu og vinna þess í stað aðra samfélagsþjónustu eftir því sem löggjafinn ákvarðar.
En slík lög hafa enn ekki verið samþykkt og því er enn hægt að lögsækja unga menn sem neita að gegna herþjónustu af samviskuástæðum.
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi verða að gefa öllum þeim sem neita að gegna herþjónustu af samviskuástæðum möguleika á annarri þjónustu við samfélagið.
Rétturinn til að neita að gegna herþjónustu af samviskuástæðum er hluti af réttinum til skoðanafrelsis, tjáningarfrelsis og trúfrelsis sem kveðið er á um í alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
LESTU MEIRA
Belarus: Further information: Belarusian conscientious objector acquitted (Urgent action, 19 May 2010)
Belarusian conscientious objector jailed (News, 2 February 2010)
