Grípið til aðgerða strax! Guadalupe hlaut 30 ára fangelsi vegna fósturmissis

Stjórnvöld í El Salvador verða tafarlaust að binda endi á óvægna herferð
sína gegn réttindum kvenna og stúlkna í landinu og leysa tafarlaust úr fangelsi
konu að nafni Guadalupe sem hefur setið í fangelsi frá árinu 2007 fyrir þær
sakir einar að hafa misst fóstur. 

.

Stjórnvöld í El Salvador verða tafarlaust að binda endi á óvægna herferð sína gegn réttindum kvenna og stúlkna í landinu og leysa tafarlaust úr fangelsi konu að nafni Guadalupe sem hefur setið í fangelsi frá árinu 2007 fyrir þær sakir einar að hafa misst fóstur. Hún var aðeins 18 ára gömul þegar hún var dæmd í 30 ára fangelsi og þurfti að sjá á eftir 5 ára syni sínum þegar hún hóf afplánun. Hún var dæmd á grundvelli ákæru um að hafa eytt fóstri en fortakslaust bann er við fóstureyðingum í landinu, hvort sem um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða líf eða heilsa konu eða stúlku er í hættu. Réttarhöldin yfir Guadalupe voru ósanngjörn enda leiddi réttarlæknisskoðun í ljós, eftir að hún missti fóstur, að „ekki væri hægt að skera úr um dánarorsök“ og engar sannanir lægju því til grundvallar að hún hafi átt þar nokkurn þátt“.

Að auki tilkynnti heilbrigðisstarfsfólk spítalans sem hún sótti eftir fósturmissinn Guadalupe til lögreglu sem yfirheyrði hana án þess að lögfræðingur væri viðstaddur og þegar hún var enn undir læknismeðferð. Sálfræðimat fór ekki fram á þessum tíma og ómögulegt var fyrir dómara að meta andlegt ástand hennar á meðan á yfirheyrslunni stóð.

Þann 16. janúar síðastliðinn hóf löggjafarþing El Salvador atkvæðagreiðslu um hvort veita ætti Guadalupe náðun, en mál hennar er eitt af 17 málum kvenna og stúlkna sem á eftir að taka til umfjöllunar. Þær sitja allar í fangelsi vegna vandkvæða á meðgöngu. Þær hlutu allt frá 12 til 40 ára fangelsisdóm.

Náðun Guadalupe var felld með aðeins einu atkvæði. Þingið tekur aftur mál hennar til umræðu í dag 21. janúar og fer þá önnur atkvæðagreiðsla fram um hvort veita eigi henni náðun. Guadalupe þarfnast að minnsta kosti 43 atkvæða af 84 til að sleppa úr fangelsi.

„Átakanleg saga Guadalupe er aðeins ein af mörgum sem vottar til um hversu langt yfirvöld í El Salvador ganga til refsa konum og stúlkum. Guadalupe átti aldrei aldrei að hafa sætt refsingu til að byrja með og á ekki að verja sekúndu lengur á bak við lás og slá. Með því að því að gera fósturmissi saknæman og banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, jafnvel þegar líf konu eða stúlku liggur við, eru stjórnvöld í El Salvador einfaldlega að dæma þúsundir kvenna til dauða eða áratuga langrar frelsissviptingar í fangelsi,“ segir Erika Guevara-Rosas, framkvæmdastjóri Ameríkuteymis Amnesty International.

Amnesty International hefur skráð fjölda tilfella þar sem konur hafa misst fóstur og ekki getað sótt sér læknisaðstoð eða hlotið lyfjameðferð, eða hafa verið sóttar til saka og fangelsaðar í áratugi.

Fordómar, ófullnægjandi sannanir og skortur á skilvirkum lagalegum málsvörnum eru samnefnari yfir meingölluð réttarhöld – afurð fjandsamlegs umhverfis fyrir réttindi kvenna. Margar kvennanna sem missa fóstur eru dæmdar fyrir morð af yfirlögðu ráði sem felur í sér þungan fangelsisdóm.
El Salvador hefur nú tækifæri til að stíga fyrstu skrefin til að bæta fyrir það óréttlæti sem umræddar 17 konur hafa mátt þola – Guadalupe þeirra á meðal.

Taktu undir kröfur Amnesty International um að sleppa konunum tafarlaust úr haldi og að endi sé bundin á þrúgandi löggjöf sem bannar fóstureyðingar með öllu.

 

Þú getur tístað twittersíður þeirra þingmanna sem greiða atkvæði um mál Guadalupe í dag. GRÍPTU TIL AÐGERÐA STRAX:

@PCN_Oficial (Partido de Concertación Nacional) 

@FMLNOficial (Frente Farabundo Martí de Liberación Nacional) 

@GANAOFICIAL (Gran Alianza Por La Unidad Nacional) 

@CD_ESA (Cambio Democrático)

@PDC_OFICIAL (Partido Demócrata Cristiano)

@ARENAOFICIAL (Alianza Republicana Nacionalista) 

@asambleaSV

 

Meginskilaboð:

#Las17 #Indultoya para Guadalupe – No más criminalización de mujeres pobres   http://bit.ly/1wgIRyL

(Pardon for Guadalupe and the 17 – no more criminalization of poor women) 

 

#Indultoya para Guadalupe de #Las17 – su futuro está en tus manos  http://bit.ly/1wgIRyL

(pardon for Guadalupe now – her future is in your hands + link to last week’s press release) 

 

#ElSalvador debe liberar a las mujeres encarceladas tras sufrir complicaciones derivadas del embarazo  #Las17   http://bit.ly/1wgIRyL

(El Salvador must free the women jailed after pregnancy related complications + link to press release)