Gríptu til aðgerða: takmarkaður aðgangur Palestínumanna að vatni

Ísraelar meina Palestínumönnum um það vatn sem þeir þurfa.

 

 

Ísraelar meina Palestínumönnum um það vatn sem þeir þurfa. Á sama tíma fá landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem komið var á laggirnar í trássi við alþjóðalög, allt það vatn sem þær þurfa, stundum tífalt meira á mann en nærliggjandi þorp Palestínumanna.

Ísraelar hafa gert heimastjórn Palestínumanna erfitt um vik að þróa skilvirka vatnsveitu og frárennsliskerfi og þriðjungur vatnsins, sem heimastjórnin ræður yfir og veitir til almennings fer til spillis vegna leka.

Í Gasa, sem sætir miklum höftum Ísraela, er ekki unnt að vinna að vatnsveitu og frárennslismálum vegna þess að ekki er hægt að flytja inn efni og tæki. Nú er um 90 prósent vatnsins í Gasa óhæft til neyslu vegna þess að það er mengað af sjó og skólpi.

 

 

Þrýstu á yfirvöld í Ísrael að hætta þessari mismunun með því að senda bréf núna !

 

Bréfið