Fyrstu réttarhöldin í Gvatemala vegna þvingaðra mannshvarfa hófust þar í mars 2008. Felipe Gusanero, sem tilheyrði sveitum tengdum hernum, var ákærður mánudaginn 10. mars fyrir að vera viðriðinn þvinguð mannshvörf sex óbreyttra borgara, með vitund og vilja hersins.
Fyrstu réttarhöldin í Gvatemala vegna þvingaðra mannshvarfa hófust þar í mars 2008. Felipe Gusanero, sem tilheyrði sveitum sem tengdar voru hernum, var ákærður mánudaginn 10. mars fyrir að vera viðriðinn þvinguð mannshvörf sex óbreyttra borgara með vitund og vilja hersins. Cusanero er ákærður fyrir þvinguð mannshvörf Lorenzo Ávila, Alejo Culajay, Filomena López, Encarnación López, Santiago Sutuj og Mario Tay á tímabilinu nóvember 1982 til október 1984. Málaferlin hófust árið 2003 þegar sex íbúar Choatalum lögðu fram ákæru á hendur Cusanero hjá saksóknara Chimaltenango. Samkvæmt skýrslu sagnfræðilegu upplýsinganefndarinnar frá 1999, en nefndin nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, máttu íbúar þorpsins Choatalum, sem er í héraðinu San Marin Jilotepeque, þola mikil mannréttindabrot meðan á átökunum innanlands stóð. Hugtakið „þvingað mannshvarf“ vísar til mannrána á vegum ríkisvaldsins þar sem ekki er vitað hvar fórnarlömbin eru niðurkomin eða hver afdrif þeirra eru. Innanlandsátökin, sem hófust 1960, kostuðu um 200.000 manns lífið (þar með talin um 45.000 „mannshvörf“) áður en átökunum lauk með friðarsamkomulagi árið 1996.
