Milostène er aðgerðasinni sem stýrir umhverfisverndarsamtökum Action pour la Reforestation et la Défense de l’Environnement, AREDE í Trou-duNord, bæ í norðausturhluta Haítí. Síðan 2013 hafa samtökin barist fyrir réttindum smábænda. Hann hefur margoft orðið fyrir árásum eða morðtilraunum vegna starfa sinna.
Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Árið 2020 skipulagði Milosténe friðsæl mótmæli og í kjölfarið mættu sex vopnaðir menn fyrir utan heimili hans og hófu skothríð meðan hann og fjölskylda hans voru inni. Einnig voru tilraunir til að ræna barni hans úr skólanum og eftir þrjár tilraunir þurfti að fjarlægja barnið úr skóla.
Reglulega hafa svo vopnaðir menn birst fyrir framan heimili hans.
Milosténe hefur þurft að flýja heimili sitt með fjölskyldu sinni og börnin geta ekki mætt í skólann.
SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld veiti Milosténe Castin vernd.
