Haítí: kynferðisofbeldi gegn konum eykst

Konur og stúlkur í flóttamannabúðum á Haítí eru í aukinni hættu á að sæta nauðgunum og kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International, sem kom út 6. janúar 2011.

 Konur og stúlkur í flóttamannabúðum á Haítí eru í aukinni hættu á að sæta nauðgunum og kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International, sem kom út 6. janúar 2011.

Eitt ár er liðið frá því jarðskjálfti reið yfir landið, með þeim afleiðingum að 230.000 manns létu lífið og 300.000 særðust. Milljón manns búa enn við skelfilegar aðstæður í tjaldborgum í höfuðborginni, Port-au-Prince, og í suðurhluta Haítí, en þar eiga konur mjög á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þeir, sem fremja ofbeldið, eru helst vopnaðir menn sem fara um búðirnar eftir að skyggja tekur.

Yfir 250 nauðganir voru skráðar í nokkrum flóttamannabúðum fyrstu 150 dagana eftir að jarðskjálftinn reið yfir, samkvæmt gögnum sem vísað er til í skýrslu Amnesty International: Aftershocks: Women speak out against sexual violence in Haiti’s camps.
 
Nú, þegar ár er liðið frá jarðskjálftanum, koma fórnarlömb nauðgana nær annan hvern dag á skrifstofu stuðningshóps fyrir konur.
Kynferðisofbeldi var algengt á Haítí fyrir jarðskjálftann en aðstæður hafa gert ástandið enn verra. Erfiðara er að sækja aðstoð til lögreglu og dómstóla þar sem lögreglustöðvar og dómshús eyðilögðust í jarðskjálftanum.

Meira en 50 þolendur kynferðisofbeldis deildu reynslu sinni með Amnesty International meðan á rannsókninni stóð.

 

 

Ein 14 ára stúlka, Machou að nafni, býr í flóttamannabúðum í Carrefour Feuilles, í suðvesturhluta Port-au-Prince. Henni var nauðgað þegar hún fór á klósettið.

„Strákur kom á eftir mér og opnaði dyrnar. Hann hélt hönd sinni fyrir munninn á mér og gerði það sem hann vildi gera… Hann barði mig. Hann kýldi mig. Ég fór ekki til lögreglunnar af því að ég þekki ekki strákinn, það myndi engu breyta. Ég er alltaf döpur… Ég er hrædd um að þetta gerist aftur,“ sagði hún í viðtali við Amnesty International.

Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn landsins að grípa nú þegar til aðgerða til að binda enda á ofbeldi gegn konum sem hluta af viðleitni stjórnvalda til að takast á við neyð íbúa. Í skýrslunni er hvatt til þess að slíkt verði gert í fullu samráði við konur í flóttamannabúðunum.

Þegar í stað þarf að auka öryggi í flóttamannabúðunum og tryggja að lögregla geti brugðist fljótt og örugglega við og dregið hina seku til ábyrgðar.

 

LESTU MEIRA

Haiti’s emergency response must include protection from sexual violence (News story, 25 March 2010)
Haiti: After the earthquake: Initial mission findings (Briefing, 25 March 2010)
Sexual violence in Haitian camps of the displaced, beyond the numbers (Blog, 22 March 2010)
Human rights must be at the core of relief efforts and the reconstruction of Haiti (Public statement, 25 January 2010)