Handtökuskipanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, yfirmanni al-Qassam hersveita Hamas (þekktur sem Deif), vegna ákæra um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð sem tengist yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins.

Netanyahu og Gallant eru ákærðir fyrir ýmsa stríðsglæpi, m.a. fyrir að nota það sem stríðsaðferð að svelta og ráðast á óbreytta borgara en Deif er ákærður fyrir morð, pyndingar og gíslatöku. 

Amnesty International fagnar þessum sögulega áfanga og leggur áherslu á að handtökuskipanirnar geti átt þátt í að koma veg fyrir  refsileysi vegna mannréttindabrota í Ísrael og á hernumda svæðið í Palestínu (OPT). Samtökin hvöttu aðildarríki Alþjóðlega sakamáladómstólsins og alþjóðlega bandamenn Ísraels, þar á meðal Bandaríkin, til að styðja niðurstöðu dómstólsins og tryggja að hinir ákærðu verði dregnir fyrir rétt. Þessi handtökuskipun kemur í kjölfar rannsóknar dómstólsins á glæpum sem framdir hafa verið á Gaza og Vesturbakkanum síðan 2021, með það að markmiði að veita þolendum mannréttindabrota réttlæti og framfylgja alþjóðalögum. 

Hér getur þú lesið fréttina í heild sinni á ensku.