Næsta þriðjudag, 25 október, mun Íslandsdeild Amnesty International sýna heimildamyndina
Næsta þriðjudag, 25 október, mun Íslandsdeild Amnesty International sýna heimildamyndina “Too Flawed to Fix”. Heimildamyndin skoðar og afhjúpar brotalamir í bandarísku réttarkerfi, sem gera að verkum að saklausir einstaklingar eru teknir af lífi fyrir glæpi, sem þeir frömdu ekki.
Þó að heimildamyndin líti sérstaklega til beitingar á dauðarefsingunni í einu ríki Bandaríkjanna, Illinois, horfir heimildamyndin einnig til dauðarefsingarinnar almennt, fjallar um röksemdir, sem fylgjendur dauðarefsinga halda fram, og reynir að svara þeim.
Heimildamyndin verður sýnd í Alþjóðahúsi, Hverfisgötu 18, og hefst sýningin kl. 20. Myndin er 1 klst. löng. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Að myndinni lokinni gefst gestum kostur á að:
skrifa undir bréf til stjórnvalda í Japan og þrýsta á afnám dauðarefsingar í Japan.
skrifa undir bréf til stjórnvalda í Sádi-Arabíu vegna einstaklinga, sem eiga á hættu að vera afhöfðaðir.
Við hvetjum alla, félaga og aðra, að koma og fræðast um dauðarefsinguna og leggja sitt af mörkum fyrir afnámi hennar.
