Kæru félagar,
Í aðdraganda alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar mun Íslandsdeild Amnesty Internationa sýna þrjár heimildarmyndir í kvöld, þriðjudaginn 5. apríl, kl. 20. Allar heimildarmyndirnar eru tengdar baráttunni gegn ofbeldi í garð kvenna. Myndirnar, sem eru á dvd-formi, verða sýndar á tjaldi í sýningarsal á þriðju hæð Alþjóðahússins að Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík (skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu).
Kæru félagar,
Í aðdraganda alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar mun Íslandsdeild Amnesty Internationa sýna þrjár heimildarmyndir í kvöld, þriðjudaginn 5. apríl, kl. 20. Allar heimildarmyndirnar eru tengdar baráttunni gegn ofbeldi í garð kvenna. Myndirnar, sem eru á dvd-formi, verða sýndar á tjaldi í sýningarsal á þriðju hæð Alþjóðahússins að Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík (skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu).
Sýndar verða þessar heimildarmyndir:
Almenn heimildarmynd um baráttu Amnesty International gegn ofbeldi í garð kvenna.
Heimildarmynd um ungar konur, sem hafa horfið undanfarin ár í Ciudad Juarez í Mexíkó, án þess að yfirvöld láti sig það varða.
Loks verður sýnd heimildarmyndin “Shattered lives – Democratic Republic of Congo” um mannréttindabrot á hendur konum í borgarastyrjöldinni sem hefur herjað í Kongó.
Myndirnar taka alls um 1 klst í sýningu og eru með ensku tali. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Við viljum hvetja sem flesta Amnesty félaga, og aðra sem hafa áhuga á mannréttindum, til að mæta. Aðgerðahópur 1 hjá Íslandsdeildinni hefur veg og vanda að undirbúningi sýningarinnar.
Mætum öll!
