Heimildamyndin China blue í Amnesty-bíói

Heimildamyndin China Blue eftir Micha Peled verður sýnd í Amnesty-bíó þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.00 í Hinu húsinu (Gamla pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis).

Heimildamyndin China Blue eftir Micha Peled verður sýnd í Amnesty-bíó þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.00 í Hinu húsinu (Gamla pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis)

Myndin greinir frá aðstæðum og lífi verkafólks í fataiðnaði í Kína. Í myndinni er hinni sautján ára gömlu Jasmine fylgt eftir frá því hún yfirgefur þorp sitt í leit að vinnu í borginni. Þegar hún kemur til borgarinnar fær hún starf í verksmiðju sem framleiðir gallabuxur fyrir erlend fyrirtæki. Hún deilir herbergi með 12 öðrum stúlkum og vinnur langan vinnudag alla daga vikunnar.

Sjá nánar um myndina  http://www.teddybearfilms.com/chinablue

Myndin verður sýnd með enskum texta. Að sýningu lokinni verða umræður.

 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.