Hershöfðingi á tíma herforingastjórnarinnar í Argentínu dæmdur í ævilangt fangelsi

Fyrrum hershöfðingi sem var yfirmaður varðhaldsmiðstöðvar á tíma herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannréttindabrot.

Santiago Omar Riveros

Fyrrum hershöfðingi sem var yfirmaður varðhaldsmiðstöðvar á tíma herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mannréttindabrot.

Santiago Omar Riveros var yfirmaður hins alræmda Campo de Mayo-fangelsis nærri Buenos Aires, þar sem um 5.000 fangar eru taldir hafa verið í haldi á tíma herforingjastjórnarinnar frá 1976-1983.

Santiago Omar Riveros var dæmdur í ágúst 2009 fyrir að hafa pyndað og myrt 15 ára gamlan dreng, Floreal Avellaneda, og rænt Iris móður hans.

Mæðginunum var rænt einum mánuði eftir valdarán hersins árið 1976, til að fá upplýsingar um dvalarstað föður Floreal Avellaneda, sem var í forystusveit kommúnistaflokks landsins.

Iris var sleppt eftir nærri þriggja ára varðhald og pyndingar; lík sonar hennar fannst við strendur Úrúgvæ. Líkið var bundið höndum og fótum og bar merki barsmíða.

Dómurinn er mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir réttlæti fyrir fórnarlömb „skítuga stríðsins“ í Argentínu og baráttunni gegn refsileysi þeirra sem bera ábyrgð á voðaverkum á tímum herforingjastjórnarinnar.

Fyrrum hershöfðinginn, sem nú er 86 ára, hefur verið borinn sökum um meira en 40 glæpi gegn mannkyninu er tengjast þvinguðum mannshvörfum á tíma herforingjastjórnarinnar. Um 30.000 manns voru látnir „hverfa“ á tíma herforingjastjórnarinnar, undir forystu Leopoldo Galtieri hershöfðingja. Mál þeirra hafa enn ekki verið upplýst.

LESTU MEIRA

Amnesty International welcomes life sentences for Argentinean military officers (News, 29 August 2008)