Hlauptu undir bagga með mannréttindum í Reykjavíkurmaraþoninu 2015!

Vegna fjölda fyrirspurna viljum við benda ykkur á að hægt er að heita á Íslandsdeild Amnesty International í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Smelltu hérna til að skrá þig og/eða safna áheitum í alþjóðlegri baráttu samtakanna gegn pyndingum.

Fjórir einstaklingar hafa nú þegar heitið á samtökin og hvetjum við alla til styrkja þau til góðs eða skrá sig í maraþonið og hlaupa í þágu samtakanna.

Hlauptu undir bagga með mannréttindum í sumar!