Hong Kong: Þekktur útvarpsmaður dæmdur vegna gagnrýni á stjórnvöld

Útvarpsmaðurinn „Giggs“ Edmund Wan, sem hefur verið í haldi í rúma 19 mánuði, var dæmdur í 32 mánaða fangelsi fyrir uppreisnaráróður og peningaþvætti þann 7. október 2022. 

Wan var handtekinn fyrir að gagnrýna stjórnvöld í útvarpsþætti sínum og fyrir að standa fyrir fjáröflun fyrir menntun ungra mótmælenda frá Hong Kong sem nú búa í Tævan. Wan var skotmark stjórnvalda fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsið sitt á friðsamlegan hátt.  

Sms-félagar krefjast þess að hann verði umsvifalaust leystur úr haldi.