Íbúar Hong Kong eru beittir ofbeldi af lögreglu í friðsælum mótmælum. Þörf er á óháðri rannsókn á lögregluofbeldi á svæðinu.
Síðan í mars 2019 hafa milljónir einstaklinga komið saman til að mótmæla frumvarpi sem var lagt fram varðandi framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína. Íbúar Hong Kong búa við stöðugar hótanir sem ógna rétti þeirra til tjáningar- og fundarfrelsis og lögregluofbeldi er leyft að viðgangast á svæðinu.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Samkvæmt rannsókn Amnesty International hefur lögreglan beitt ólögmætri valdbeitingu, þar á meðal táragasi, kylfum og öðrum vopnum. Ólögmætar handtökur og ákærur á hendur friðsælla mótmælenda, ofbeldi gegn fólki í varðhaldi og skortur á lögregluaðstoð þegar mótmælendur urðu fyrir árásum andstæðinga eru einnig dæmi um brot gagnvart íbúum Hong Kong.
Nauðsynlegt er að stjórnvöld í Hong Kong setji af stað óháða og skilvirka rannsókn á lögregluofbeldi í garð mótmælenda.
SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld í Hong Kong grípi til nauðsynlegra aðgerða til að rannsaka lögregluofbeldi og virði og tryggi tjáningar- og fundafrelsið.
