Hvíta-Rússland: hættið aftökum!

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn dauðarefsingunni.

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn dauðarefsingunni. Af því tilefni stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftasöfnun til að þrýsta á forseta Hvíta-Rússlands að afnema dauðarefsinguna og milda dóma yfir öllum þeim sem nú sitja á dauðadeild í landinu. Samtökin hvetja alla til að skrifa undir ákallið með því að fara inn á undirskriftasíðu okkar.

Hvíta-Rússland er eina landið í Evrópu sem enn beitir dauðarefsingunni. Um 400 manns hafa verið teknir af lífi frá því landið hlaut sjálfstæði árið 1991. Æ fleiri ríki hafna nú þessari ómannúðlegu refsingu.

Sönnunargögn benda til þess að fólk í varðhaldi í Hvíta-Rússlandi er pyndað til að ná fram játningum. Fangar á dauðadeild vita af aftöku sinni örfáum stundum áður en henni er framfylgt. Þeir eru teknir af lífi með skoti í hnakkann. Ættingjar þeirra fá ekki líkið afhent og greftrunarstaðnum er haldið leyndum.