Hvíta-Rússland: Verndum réttindi ungra fanga

Emil Astrauko og Vasily Sauchanka er haldið í unglingafangelsi í Hvíta-Rússlandi þar sem brotið er á mannréttindum þeirra. Þeir hafa orðið fyrir áreitni og mismunun af hálfu fangelsisyfirvalda. Eftir óréttlát réttarhöld á seinasta ári voru þeir dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir minniháttar vímuefnabrot. Emil og Vasily voru 17 ára þegar þeir voru handteknir. Mál þeirra er eitt fjölmargra svipaðra mála.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Eftir breytingar á hegningarlögum árið 2015 hafa yfirvöld í Hvíta-Rússlandi verið miskunnarlaus gagnvart vörslu vímuefna.

Mál Emil Astrauko og Vasily Sauchanka er til marks um herferð yfirvalda gegn minniháttar vímuefnabrotum sem hefur leitt til þess að 15 þúsund börn og ungmenni (til 29 ára aldurs) hafa fengið sambærilega dóma.

Ungmenni hafa verið handtekin án þess hafa framið brot og verið höfð fyrir rangri sök ef þau bendla ekki aðra við glæpi. Við málsmeðferð standa grunaðir frammi fyrir óteljandi mannréttindabrotum og eftir að dómur er fallinn er þeim haldið við ómannúðlegar aðstæður sem brjóta gegn alþjóðastöðlum. Forseti Hvíta-Rússlands, Alyaksandr Lukashenka, er talsmaður þess að afplánun vímuefnadóma sé það óbærileg að fangar „biðji fyrir dauða sínum“.

Amnesty kallar eftir því að ríki setji fram mannúðlega vímuefnastefnu sem byggist á alþjóðlegum mannréttindalögum og reglum.

Að auki er kallað eftir því að ríki lögleiði neyslu og vörslu vímuefna til eigin neyslu og að þau leitist eftir því að finna önnur úrræði en refsingu fyrir ofbeldislaus og minniháttar vímuefnabrot.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!