Ruhal Ahmed og Asif Iqbal, sem haldið var í Gvantanamó í 2 ½ ár án dóms og laga, komu til Íslands síðasta sunnudag.
Ruhal Ahmed og Asif Iqbal, sem haldið var í Gvantanamó í 2 ½ ár án dóms og laga, komu til Íslands síðasta sunnudag. Þeir tóku þátt í málþingi Amnesty International og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar um Gvantanamó, og sátu fyrir svörum eftir tvær fyrstu sýningar myndarinnar The Road to Guantánamo (Leiðin til Gvantanamó), sem fjallar um reynslu þeirra.
Ruhal og Asif áttu viðtöl við marga fjölmiðla, og hægt er að horfa á viðtöl við þá í Kastljósi ( http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301612/0 ) og Íslandi í dag (http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2003&progId=25063 ) með því að ýta á tenglana innan sviga.
Þriðja og síðasta sýning myndarinnar Leiðin til Gvantanamó verður í Tjarnarbíói laugardaginn 7. október kl. 20. Íslandsdeild Amnesty International lét útbúa 2.000 póstkort með áskorun til Bandaríkjaforseta um að loka Gvantanamó. Verður þeim dreift fyrir sýningu myndarinnar næstkomandi laugardag, eins og við fyrri sýningar og á málþinginu.
Allir, sem ekki hafa þegar skrifað undir áskorunina til Bandaríkjaforseta, eru hvattir til að afrita áskorunina hér að neðan, prenta hana út og senda.
ÁSKORUNIN
George W. Bush
The President
The White House
1600 Pennsylvania Avenue
Washington DC 20500
USA
Dear Mr. President,
Hundreds of detainees remain held at the US Naval Base in Guantánamo Bay, Cuba, in violation of international human rights.
I urge you to:
• bring about the closure of the Guantánamo detention facility
• ensure that all those held in Guantánamo are immediately released if they are not to be charged and brought to trial in full compliance with international standards for fair trial
• close all secret US detention facilities situated around the globe
• ensure that all those in US custody, wherever they are held, have their human rights fully respected
Yours sincerely,
