Sú viðvarandi vangeta ríkisstjórnar Jammu og Kasmírs að koma höndum yfir þá sem bera ábyrgð á dauða mannréttindalögfræðingsins Jalil Andrabi fyrir níu árum, ýtir undir þá tilfinningu að verjendur mannréttinda í ríkinu geta ekki reitt sig á vernd yfirvalda.
Sú viðvarandi vangeta ríkisstjórnar Jammu og Kasmírs að koma höndum yfir þá sem bera ábyrgð á dauða mannréttindalögfræðingsins Jalil Andrabi fyrir níu árum, ýtir undir þá tilfinningu að verjendur mannréttinda í ríkinu geta ekki reitt sig á vernd yfirvalda.
Þann 27. mars 1996 fannst lík mannréttindalögfræðingsins Jalil Andrabi í ánni Jhelum, 19 dögum eftir að hermenn sáust leiða hann á brott. Þeir sem bera ábyrgð á dauða hans ganga enn lausir, þrátt fyrir þrotlausar tilraunir fjölskyldumeðlima og félaga í samtökum hæstaréttarlögmanna í Jammu og Kasmír til að fá réttlætinu framfylgt vegna dauða ættingja og fyrrum samstarfsmanns. Hæstiréttur Jammu og Kasmír lét bóka undir lok 1996 að ?undirtyllur Sambandsríkja Indlands hafa ekki unnið með rannsóknarhópnum með viðeigandi hætti?. Fjölskylda Jalil Andrabi hefur tjáð vonbrigði sín og vantrú á dómskerfinu sem brugðist hefur í níu ár að verða við kröfum um eðlilega málsmeðferð.
Amnesty International álítur að réttlætið þurfi að sigra til þess að binda endi á brot gegn mannréttindum. Ótilhlýðilegar tafir ýta undir þá hugmynd að glæpamenn geti komist upp með misþyrmingar, og að ríkið hlífi fulltrúum sínum við því að vera dregnir fyrir dóm. Samtökin ítreka ákall til ríkisstjórnar Jammu og Kasmírs að rjúfa hring refsileysisins með því að tryggja að allir fremjendur mannréttindabrota í ríkinu séu dregnir fyrir dóm án tafar, með gagnsæum hætti, til þess að endurreisa traust fólksins á lögum og reglu.
Forsaga málsins
Rannsóknarhópurinn sem Hæstirétturinn setti á stofn árið 1996 tilgreindi ári seinna hershöfðingja, sem staðsettur var í Rawalpora búðunum í 103. deild landgönguliða, sem líklegan sökudólg í máli Andrabi. En talsmenn hersins sögðu Hæstaréttinum að hershöfðinginn væri ekki lengur við störf hjá hernum og að hann hefði ekki framið þetta brot meðan hann var opinber starfsmaður.
Í október árið 2000 komst skrið á málið þegar rannsóknarhópurinn lagði fram skýrslu með niðurstöðum sínum til Hæstaréttar, sem þá bað herinn að fara með hinn ákærða fyrir rétt, sem í þessu tilviki er dómstóllinn í Budgam. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, varð herinn ekki við því. Í desember 2001 lagði rannsóknarhópurinn fram ákæruskjal (síðustu rannsóknarskýrslu lögreglunnar) fyrir dómstólinn í Budgam, sem tók við ákæruskjalinu án þess að krefjast viðurvistar hins ákærða eins og lög gera ráð fyrir. Herinn gerði þá kunnugt að hann hygðist fara með hinn ákærða fyrir herrétt. Meðlimir í samtökum hæstarréttarlögmanna Jammu og Kashmirs, sem fóru með mál Jalils Andrabi fyrir hönd fjölskyldunnar, kærðu ákvörðun hersins. Þessi beiðni var send aftur til Budgam dómarayfirvaldsins án þess að glögglega kæmi fram hvort ákæra mætti án þess að hinn ákærði væri færður fyrir réttinn. Málið hefur lítið þokast áfram síðan. Dómarayfirvaldið í Budgam hefur fyrirskipað rannsóknarhópnum að handtaka hinn ákærða og færa hann fyrir rétt þann 30. apríl 2005.
Talsmenn hersins hafa haldið því fram fyrir rétti að hinn ákærði sé á flótta og að þeim hafi ekki tekist að finna hann. Þegar rannsóknarhópurinn fyllti út síðustu skýrslu hafði hann heimildir fyrir því að hinn grunaði hershöfðingi væri að starfa fyrir Járnbrautardeild landgönguhersins í Ludhiana, Punjab.
