Fatia Maulidiyanti og Haris Azhar eiga á hættu að hljóta fangelsisdóm fyrir ærumeiðingar vegna mannréttindastarfa sinna.
Fatia Maulidiyanti starfar fyrir mannréttindasamtök og Haris Azhar er lögfræðingur og stofnandi nýrra mannréttindasamtaka. Þau voru ákærð þann 17. mars 2022 fyrir ærumeiðingar og brot á lögum um rafrænar upplýsingar og viðskipti. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér 4 ára fangelsi.
SMS-félagar krefjast þess að ákærur verði felldar niður á hendur Fatia Maulidiyanti og Haris Azhar.
