Þann 6. desember 2019 var 22 ára íröskum ljósmyndara Zaid Mohammed Abid al-Khafaji rænt fyrir utan heimili sitt í Bagdad í Írak. Fjórir óeinkennisklæddir menn drógu hann inn í bíl og keyrðu á brott. Fjölskylda hans leitaði aðstoðar hjá yfirvöldum sem sögðust ætla að rannsaka málið.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Síðan í október 2019 hafa fjöldamótmæli staðið yfir í Írak. Mótmælt er spillingu og atvinnuleysi í landinu. Öryggissveitir hafa meðal annars beitt táragasi og notað leyniskyttur. Mannréttindasinnar, lögfræðingar og blaðamenn hafa verið beittir ofbeldi eða handteknir. Skráð hafa verið 400 dauðsföll og 18 þúsund mótmælendur hafa særst.
Amnesty International hefur skráð fjöldann allan af þvinguðum mannshvörfum mannréttindasinna og blaðamanna síðan mótmælin hófust í október síðastliðnum.
Við krefjumst þess að yfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að finna Zaid Mohammed Abid al-Khafaji og tryggi að hann snúi óhultur til fjölskyldu sinnar.
Við krefjumst þess einnig að yfirvöld rannsaki hvarf hans samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íraks og að fjölskylda Zaid verði upplýst reglulega um framvindu málsins.
