Írak: Brýn þörf á stuðningi við borgara í Írak

Allt frá því í júní 2014 hafa samtök sem nefna sig Íslamska ríkið sótt í sig veðrið í norðurhluta Írak og hundruð þúsunda einstaklinga sem tilheyra trúarhópum í minnihluta hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Allt frá því í júní 2014 hafa samtök sem nefna sig Íslamska ríkið sótt í sig veðrið í norðurhluta Írak og hundruð þúsunda einstaklinga sem tilheyra trúarhópum í minnihluta hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Þann 2. ágúst síðastliðinn hertók Íslamska ríkið Sinjar í norðurhluta Írak. Síðan þá hafa þúsundir íbúa Sinjar og nágrennis – aðallega íbúar sem tilheyra Yazidi-samfélaginu – þurft að hírast á Sinjafjalli með litlar matar- og vatnsbirgðir.

Aðeins tveimur vikum fyrr, þann 18. júlí, var fjöldinn allur af kristnum fjölskyldum frá Mosúl flæmdur á brott eftir að Íslamska ríkið setti þeim afarkosti – að borga skatt, yfirgefa svæðið eða láta lífið. Aðrir, þeirra á meðal sjítar og súnítar, höfðu áður flúið heimili sín í norðurhluta Íraks, af ótta við árásir Íslamska ríkisins eða íranskra öryggissveita. Margir, sem flosnuðu upp frá heimilum sínum í júní, hafa reynt að komast til sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak en sumir hafa fengið húsaskjól hjá vinum og fjölskyldum á þessu svæði.

Bandaríkin og stjórnvöld víða í Evrópu, hafa heitið mannúðaraðstoð til þeirra sem neyðst hafa að flýja heimili sín. Enn sem komið er hefur sú aðstoð hins vegar ekki náð til margra sem eru í sárri neyð. Margir af þeim hundruðum sem komust undan vígamönnum Íslamska ríkisins og dvelja á Sinjafjalli, greindu Amnesty International frá því að lítil sem engin aðstoð hefði borist þeim, og matarbjargir svo sem vatnsflöskur, sem hafa borist úr lofti, eyðileggjast við áreksturinn við jörðu. Einnig var Amnesty International tjáð að þegar matarbjargirnar loksins berast væru margir þegar farnir af fjallinu.

Brýn þörf er á alþjóðlegri aðstoð og samstilltu átaki frá alþjóðasamfélaginu, stjórnvöldum í Írak og héraðsstjórn Kúrda í norðurhluta Írak, til að mæta þörfum allra þeirra sem flosnað hafa upp frá heimilinum sínum í Írak.

Bandaríkin hafa ýtt úr vör hernaðaraðgerðum gegn samtökum hins Íslamska ríkis í Írak, sem fela meðal annars í sér loftárásir og aðrar þjóðir ígrunda nú hernaðaraðstoð til íranskra stjórnvalda og Kúrda, til að berjast gegn samtökunum.

Margir minnihlutahópar í Írak hafa neyðst til að flýja heimili sín, en rúmlega milljón súnní-múslima sem búa í Mósúl og öðrum borgum sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald, geta hvergi flúið vegna átaka á milli Íslamska ríkisins og hersveita íranska ríkisins og Kúrda. Sumir hafa látið lífið í loftárásum íranskra hersveita.

Í júlí 2014 gaf Amnesty International út skýrslu þar sem greint er frá mannréttindabrotum Íslamska ríkisins og íranskra hersveita. Skýrslan beinir athyglinni að aukinni hættu á frekara mannfalli, þar sem loftárásir eru tíðari. Bent er á nokkur tilvik í júní og júlí, þar sem óbreyttir borgarar létu lífið eða særðust í loftárásum íranskra stjórnvalda, í og við Mósúl.   

Amnesty International kallar á yfirvöld í Írak, héraðsstjórn Kúrda og alþjóðasamfélagið, að tryggja vernd og mannúðaraðstoð til til handa þeim sem flúið hafa heimili sín, að framfylgja alþjóðlegum mannúðarlögum í öllum hernaðaraðgerðum og öll alvarleg brot verði rannsökuð að fullu á hlutlausan hátt, og tryggt verði að allar loftárásir eða aðrar hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu beinist einvörðungu að hernaðarlegum skotmörkum.