Íran: Á yfir höfði sér aftöku í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Mojahed (Abbas) Kourkouri á það á hættu að vera tekinn af lífi. Í byrjun apríl 2023 var tilkynnt að hann hefði verið dæmdur til dauða fyrir „fjandsemi við Guð“, „spillingu á jörðinni“ og „vopnaða uppreisn gegn ríkinu“. Réttarhöld yfir honum voru verulega ósanngjörn og „játningu“ var náð fram með pyndingum.  

Mojahed Kourkouri var handtekinn í desember 2022 fyrir að tengjast dauða níu ára drengs á mótmælum í nóvember 2022. Samkvæmt upplýsingum sem Amnesty International var Mojahed Kourkouri ekki á þessum mótmælum. Gögn benda til þess að óeinkennisklæddir fulltrúar yfirvalda hafi átt þátt í dauða drengsins þar sem þeir beittu skotvopnum á mótmælunum. Yfirvöld kenna hins vegar „hryðjuverkum“ um. Foreldrar drengsins hafa ítrekað staðhæft opinberlega að yfirvöld beri ábyrgð á dauða hans en faðir hans særðist einnig alvarlega í skotárásinni.  

Amnesty International hefur skrásett fleiri dæmi um að írönsk stjórnvöld reyni að hylma yfir glæpi sem fulltrúar ríkisins bera ábyrgð á. Samkvæmt rannsókn Amnesty International eru að minnsta kosti þrjú önnur mál þar sem öryggisveitarmenn ríkisins skutu börn til bana. 

Negar Kourkouri, systir Mojahed Kourkour, var einnig handtekin að geðþótta þann 22. júní fyrir að vekja athygli á máli bróður síns. 

SMS-félagar kalla eftir því að dauðadómur yfir Mojahed Kourkour verði umsvifalaust felldur úr gildi. Einnig er brýnt að hann fái aðgang að lögfræðingi að eigin vali, lækni og fjölskyldu sinni. Að auki er kallað eftir því að systir hans verði leyst úr haldi án tafar.  

Mojahed (Abbas) Kourkouri.