Íran: Baráttukona fyrir mannréttindum dæmd í 24 ára fangelsi

Saba Kordafshari, 21 árs írönsk baráttukona fyrir mannréttindum, var dæmd í 24 ára fangelsi fyrir friðsamlegt mannréttindastarf sitt, þar á meðal mótmæli gegn írönskum lögum um höfuðslæðu. Hún er samviskufangi sem leysa þarf umsvifalaust úr haldi án skilyrða.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Þann 1. júní 2019 var baráttukonan fyrir mannréttindum, Saba Kordafshari, handtekin heima hjá sér af óeinkennisklæddum útsendurum leyniþjónustunnar. Útsendararnir handtóku einnig móðir hennar og lögðu hald á tölvu hennar og farsíma. Saba Kordafshari var haldið í einangrun í 11 daga þar sem hún var yfirheyrð um samskipti sín við íranskan mannréttindahóp. Síðan var hún færð á milli fangelsa og var staðsetning hennar ókunnug í 12 daga.

Hún var dæmd 15 ár fyrir að „hvetja til og ýta undir spillingu og vændi” með því að hvetja konur til að hylja sig ekki, sjö og hálft ár fyrir að „leggja á ráðin um að fremja glæpi gegn þjóðaröryggi“ og eitt og hálft ár fyrir að „dreifa áróðri gegnstjórnkerfinu”.

Hin grimmi­lega refsing Saba er þáttur í víðtækri aðför að konum sem berjast gegn lögum um höfuðslæðu í Íran. Frá árinu 2018 hafa fjölmargar konur, þar á meðal Yasaman Aryani og móðir hennar Monireh Arab­s­hahi, verið handteknar.

Við krefjumst þess að Saba Kordafshari verði umsvifalaust leyst úr haldi án skilyrða þar sem hún er samviskufangi í haldi einungis fyrir mannréttindastarf sitt.

Við krefjumst þess einnig að mannréttindastarf baráttukvenna sé ekki refsivert ásamt því að lög um höfuðslæður verði afnumin.