Nasrin Sotoudeh, virtur mannréttindalögfræðingur, var dæmd í 38 ára fangelsi og til að þola 148 svipuhögg eftir tvö óréttlát réttarhöld. Ákærur á hendur henni má eingöngu rekja til friðsamlegra mannréttindastarfa hennar, þar á meðal baráttu hennar fyrir réttindum kvenna og andstöðu við dauðarefsingunni.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Nasrin Sotoudeh var handtekin á heimili sínu í Tehran þann 13. júní 2018 og færð í fangelsi þar sem henni hefur verið neitaður aðgangur að lögfræðingi.
Síðustu ákærur á hendur Nasrin má rekja til friðsamlegra mannréttindastarfa hennar, þar á meðal baráttu fyrir réttindum kvenna sem saksóttar voru í fyrra fyrir friðsamleg mótmæli gegn lögum um notkun slæðu (e. hijab) í Íran. Til að mynda voru fundir með skjólstæðingum notuð gegn henni til að byggja upp sakamál.
Réttarhöld yfir Nasrin fóru fram þann 30. desember 2018 í fjarvist hennar þar sem hún neitaði að mæta vegna óréttlátrar málsmeðferðar. Dómarinn dæmdi hana til þyngstu mögulegu refsingar fyrir alla ákæruliði og bætti að auki fjórum árum við dóminn.
SMS-félagar skora á yfirvöld Írans að Nasrin verði umsvifalaust leyst úr haldi þar sem hún er samviskufangi sem er fangelsuð eingöngu fyrir mannréttindastörf sín.
Þar til Nasrin hefur verið leyst úr haldi er þess krafist að hún fái að vera í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína og lögfræðing að hennar vali.
Að auki er kallað eftir því að mannréttindastörf baráttukvenna sem efna til friðsamlegra mótmæla gegn lögum um notkun slæðu séu ekki gerð refsiverð ásamt því að lögin verði afnumin.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
