Íran: Ekki fleiri innantóm loforð – ekki fleiri aftökur á börnum

Þann 19. janúar 2005 tóku írönsk yfirvöld Iman Farokhi af lífi fyrir glæp sem hann átti að hafa framið þegar hann var 17 ára gamall. Sama dag fullyrti sendifulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar í Genf að í Íran ættu sér ekki stað aftökur á börnum yngri en 18 ára.

Frá aftöku í Teheran, Íran

Þann 19. janúar 2005 tóku írönsk yfirvöld Iman Farokhi af lífi fyrir glæp sem hann átti að hafa framið þegar hann var 17 ára gamall. Sama dag fullyrti sendifulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar í Genf að í Íran ættu sér ekki stað aftökur á börnum yngri en 18 ára.

Íranska ríkisstjórnin hefur margoft gegnum tíðina gefið yfirlýsingar þess efnis að ekki fari fram aftökur á börnum sem brjóta lög, en staðreyndir málsins segja aðra sögu.

Síðan 1990 hafa 11 börn, sem gerst hafa lögbrjótar, verið tekin af lífi. Um þessar mundir eru a.m.k. 30 önnur börn sem bíða aftöku. Meðal þeirra er Ali, Sattar, Vahid og Mohammad T, allt börn undir 18 ára aldri. (Lesið meira um þessi mál.)

Íran hefur nú þegar skrifað undir alþjóðasamninga sem banna aftökur á börnum, og á síðustu þremur árum hafa írönsk stjórnvöld íhugað lagasetningu sem banna mundi dauðarefsingu handa börnum undir 18 ára aldri. Það er kominn tími til að Íran standi við alþjóðlegu loforðin og bindi enda á aftökur barna.

 

Taktu höndum saman með Amnesty International og Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna og skoraðu á Íran að láta þegar í stað af öllum aftökum á börnum sem dæmd hafa verið til dauða, og að dauðarefsing einstaklinga yngri en 18 ára verði fyrir fullt og allt afnumin.

 

Gríptu til aðgerða!

 

Prentaðu út bréfið sem hér er að finna og sendu til íranskra stjórnvalda (Word útgáfa)

 

Prentaðu út bréfið sem hér er að finna og sendu til íranskra stjórnvalda (txt útgáfa)

 

Auk þess að senda til forseta Íran, getið þið einnig sent bréf til forseta hæstaréttar. Heimilisfang hans er:

 

Head of the Judiciary

His Excellency Ayatollah Mahmoud Hashemi Shahroudi

 Ministry of Justice Park-e Shahr

Tehran, Islamic Republic of Iran

 Vinsamlega ávarpið hann: Your Excellency