Íran: Maður í hættu á að vera tekinn af lífi fyrir mótmæli

Kúrdinn Reza (Gholamreza) Rasaei er í bráðri hættu á að vera tekinn af lífi vegna máls sem tengist fjöldamótmælunum í Íran sem stóðu yfir milli september og desember árið 2022.

Þann 16. desember síðastliðinn staðfesti hæstiréttur dóm hans og dauðarefsingu fyrir „morð“. Hann var áður dæmdur á neðra dómstigi  í kjölfar óréttlátra réttarhalda þar sem kom fram að „játningum“ og „sönnunargögnum“ í málinu var náð með pyndingum.

Beiðni um framkvæmd á aftöku var lögð fram þann 31. desember en mikil aukning er á aftökum í Íran um þessar mundir.

SMS-félagar krefjast þess að allar áætlanir um  aftöku Reza (Gholamreza) Rasaei verði stöðvaðar og að ákærur á hendur honum verði felldar niður. Verði hann ákærður fyrir viðurkennt refsivert brot verður málsmeðferð að lúta alþjóðastöðlum um sanngjörn réttarhöld, án þess að dauðarefsingunni verði beitt og tryggt verði að „játningar“ sem fengnar eru með pyndingum séu útilokaðar.

Reza Rasaei frá Íran