Þrír fangar, tveir menn og ein kona, eiga á hættu að verða blinduð fljótlega af yfirvöldum. Einstaklingarnir voru dæmdir samkvæmt reglunni um auga fyrir auga (qesas) sem byggir á því að refsing sé samsvarandi brotinu sem dæmt er fyrir.
Konan er dæmd fyrir sýruárás sem varð til þess að nágranni hennar blindaðist á öðru auga og karlmennirnir eru dæmdir fyrir skotárás og hnífaárás sem blindaði þá sem urðu fyrir árásunum. Héröðin Kermanshah, Fars og Qom eru ekki í stakk búin að framkvæma þessa dóma og því var framkvæmdinni vísað til yfirvalda í Tehran.
Undanfarna mánuði hefur Amnesty International skráð ógnvekjandi aukningu í líkamlegum refsingum og dauðadómum í Íran.
SMS-félagar krefjast þess að:
- Yfirvöld stöðvi áætlanir um að blinda fangana, felli úr gildi dómana og að þau fái endurupptöku á máli sínu með réttlátri málsmeðferð, án líkamlegrar refsingar.
- Að írönsk stjórnvöld afnemi líkamlegar refsingar í lögum og venjum og komi fram við fanga og gæsluvarðhaldsfanga af mannlegri reisn.
- Að yfirvöld verði með markvissa fræðsluherferð til að koma í veg fyrir ofbeldi, eins og sýruárásir, og tryggi að þolendur slíkra árása hafi aðgang að skilvirkum úrræðum.
