ÍSLANDSDEILD AMNESTY INTERNATIONAL 40 ára

Íslandsdeild Amnesty International fagnar 40 ára afmæli sínu mánudaginn 15. september. Í tilefni dagsins bjóða samtökin félögum sínum og velunnurum að njóta með sér afmælisdagskrár á milli klukkan 17 og 19 í Hljóðbergi í Hannesarholti.