Mordechai Vanunu sat af sér 18 ára dóm fyrir að upplýsa blaðamenn um kjarnorkuvopnaeign Ísraelsmanna á níunda áratugnum. Tíu árum eftir að fangelsisvistinni lauk, sætir Mordechai Vanunu enn takmörkunum sem hefta ferðafrelsi hans, tjáningar- og félagafrelsi.
Mordechai Vanunu sat af sér 18 ára dóm fyrir að upplýsa blaðamenn um kjarnorkuvopnaeign Ísraelsmanna á níunda áratugnum. Tíu árum eftir að fangelsisvistinni lauk, sætir Mordechai Vanunu enn takmörkunum sem hefta ferðafrelsi hans, tjáningar- og félagafrelsi.
Þessi fyrrum kjarnorkutæknifræðingur sat af sér 18 ára dóm, þar af fyrstu 11 árin í einangrun, fyrir að hafa upplýst blaðamenn um kjarnorkuvopnaeign Ísraelsmanna á níunda áratugnum.
Frá því að hann var látinn laus árið 2004 hefur Mordechai Vanunu verið undir lögreglueftirliti. Meðal annars er honum bannað að yfirgefa landið og taka þátt í samskiptum á internetinu. Hann verður einnig að biðja um leyfi fyrir að hafa samband við erlenda ríkisborgara, þar á meðal blaðamenn.
„Áframhaldandi refsing stjórnvalda á Mordechai Vanunu virðist eingöngu vera hefndaraðgerð. Rök stjórnvalda fyrir þessum alvarlegu takmörkunum, að þær séu nauðsynlegar fyrir þjóðaröryggi, eru fáránleg,“ sagði Avner Gidron, ráðgjafi í stefnumálum Amnesty International.
Ísraelskir embættismenn halda því fram að nauðsynlegt sé takmarka frelsi Mordechai Vanunu til að koma í veg fyrir hann ljóstri upp frekari leyndarmálum um kjarnorkuáætlun Ísraels. Hann hefur hins vegar ítrekað sagt að hann hafi opinberað allt sem hann vissi um kjarnorkuvopnabúr Ísraels árið 1986 og að hann búi ekki yfir frekari upplýsingum. Hann og lögfræðingur hans hafa einnig bent á að þær upplýsingar sem hann bjó yfir á þeim tíma er hann sat í fangelsi, hafa nú lengi verið kunnar almenningi og úreltust fyrir um 30 árum.
„Takmarkanirnar sem settar eru á Mordechai Vanunu eru handahófskenndar, óþarfar og eiga sér enga stoð í alþjóðalögum. Áframhaldandi höft á frelsi hans hafa haft alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu hans og skal þeim aflétt strax,“ sagði Avner Gidron.
Amnesty International hvetur ísraelsk yfirvöld að leyfa Mordechai Vanunu að fara úr landi ef hann kýs svo, og að veita honum ferða-, félaga-, og tjáningarfrelsi þegar hann dvelur í Ísrael.
Í desember síðast liðnum, eftir áfrýjun lögmanns hans, staðfesti hæstiréttur hömlurnar sem innanríkisráðuneytið hafði sett honum, sem hindra hann í að yfirgefa Ísrael, koma inn á ræðismannsskrifstofur eða sendiráð, eða vera innan við 500 metra frá landamærum, höfnum eða flugvöllum. Staðfestu þeir þá kröfu að hann skildi biðja um leyfi áður en hann hefur samband við erlenda ríkisborgara. Stefnt er að endurnýja núverandi takmarkanir í maí 2014, og krefst Amnesty að þeim skuli aflétt þegar í stað.
Mordechai Vanunu er fyrrverandi tæknimaður í kjarnorkuveri Ísraels nálægt suðurhluta bænum Dimona. Hann ljóstraði upplýsingum um kjarnorkuvopnabúr landsins til breska dagblaðsins The Sunday Times, árið 1986. Honum var rænt af Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, á Ítalíu 30. september 1986 og var leynilega færður til Ísraels. Hann var kærður og dæmdur til 18 ára fangelsisvistar.
Í maí 2010 var hann fangelsaður í annað sinn eftir að hann var látinn laus, í þrjá mánuði, eftir að hafa verið dæmdur fyrir brjóta takmarkanir hans með því að tala við erlenda ríkisborgara og gera tilraun til að mæta í jólamessu í Betlehem. Amnesty International veitti honum stöðu samviskufanga. Honum var haldið í 11 vikur við erfiðar aðstæður í einangrun í Ayalon fangelsinu nálægt Ramle í Mið-Ísrael, í sérstakri deild fyrir hættulega fanga og fékk að yfirgefa klefa sinn í eina klukkustund á hverjum degi. Fangelsisyfirvöld sögðu að þeir hefðu sett hann þar í því skyni að vernda hann frá árásum annarra fanga.
Takmarkanirnar sem hann hefur mátt sæta frá árinu 2004 eiga ekki við þar sem Mordechai Vanunu hefur setið af sér allan dóminn og ekki eru um reynslulausn að ræða. Takmarkanirnar eru handahófskenndar og brjóta í bága við skuldbindingar Ísraels í alþjóðasamningum, einkum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem banna að raska eftir geðþótta réttindum til ferðafrelsis, tjáningarfrelsis og félagafrelsis og ver einstaklinga fyrir því að vera refsað aftur fyrir sama brot.
Mordechai Vanunu hafði áður verið í haldi Ísrael í einangrun í 11 ár frá 1986 við aðstæður þar sem Amnesty International á þeim tíma kallað grimmilega, ómannúðlega og ósæmandi meðferð.
