Framkvæmdastjóri Amnesty International hvetur til að komið verði á laggirnar alþjóðlegri rannsóknarnefnd til að rannsaka dauðsföll í árás Ísraelsmanna á hjálparskip á alþjóðlegu hafsvæði undan Gasa.
Framkvæmdastjóri Amnesty International hvetur til að komið verði á laggirnar alþjóðlegri rannsóknarnefnd til að rannsaka dauðsföll í árás Ísraelsmanna á hjálparskip á alþjóðlegu hafsvæði undan Gasa.
„Í ljósi þess að atvikið er alþjóðlegt í eðli sínu og ófullnægjandi rannsókna Ísraelsmanna á mannréttindabrotum í tengslum við átökin á Gasa, er þörf á tafarlausri alþjóðlegri rannsókn,“ sagði Claudio Cordone, framkvæmdastjóri Amnesty International.
„Ísraelskum stjórnvöldum ber skylda til að rannsaka þegar aðgerðir hersveita þeirra leiða til mannfalls, sem og þær ásakanir að ráðist hafi verið á sveitir þeirra með ýmsum vopnum. En til að tryggja fullan trúverðugleika rannsóknarinnar ættu ísraelsk stjórnvöld að bjóða þar til hæfum sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna að hefja rannsókn á atburðunum 31. maí.
Auk þess skiptir miklu að Ísrael hætti að loka fyrir flutninga til Gasa, því með slíku er öllum almenning refsað, sem brýtur í bága við alþjóðalög og kemur harðast niður á þeim í samfélaginu, er eiga undir högg að sækja.“
